Þróa nýtt kerfi fyrir heimaþjónustu

Á myndinni eru frá vinstri: Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, Ármann Kr. Ól…
Á myndinni eru frá vinstri: Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Jóhann Grétarsson og Jóhann R. Benediktsson frá Curron og Svanhildur Þengilsdóttir og Aðalsteinn Sigfússon velferðarsviði Kópavogs.

Kópavogsbær skrifaði undir samning í dag við hugbúnaðarfyrirtækið Curron sem vinnur að þróun nýs kerfis fyrir heimaþjónustu sveitarfélaga. Um er að ræða nýjung í velferðartækni þar sem unnið er með vefviðmót tengt heimaþjónstu og það notað til að stjórna, skrá og breyta samningum. Þá munu starfsmenn heimaþjónustunnar nota app til að fylgjast með verkefnalistum og veittri þjónustu.

Með kerfinu verður skipulagning heimaþjónustunnar skilvirkari, bæði fyrir stjórnendur og starfsmenn heimaþjónustunnar auk þess sem app fyrir þá sem sem njóta heimaþjónustu og aðstandendur þeirra auðveldar þeim að fylgjast með væntanlegum heimsóknum og þjónustu.

Stefnt er að því að taka kerfið í notkun í haust.