Hreinsun á þrýstilögnum stendur yfir frá 23.11-26.11.
Viðhald á þrýstilögnum fráveitu frá dælustöð við Hafnarbraut sem liggur yfir Fossvoginn og þrýstilögn frá dælustöð við Sæbólsbraut að Fossvogsræsi. Í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar – og Kópavogssvæðis verða þrýstilagnir frá dælustöðvunum við Hafnarbaut og Sæbólsbraut hreinsaðar föstudaginn 23. nóvember til og með mánudeginum 26. nóvember. Ekki er gert ráð fyrir að dælustöðvarnar fari á yfirfall við þessar framkvæmdir en einhverjar líkur eru á því að það geti gerst. Upplýsingar um framgang verksins verða birtar á vef Kópavogsbæjar
Ráðleggingar til íbúa:
Ef nauðsynlegt reynist að setja dælustöðvar á yfirfall er ekki talið ráðlegt að stunda sjóböð eða fjöruferðir í Fossvogi á meðan á þessum framkvæmdum stendur. Starfsmenn Kópavogs munu fylgjast með framgangi verksins og hafa eftirlit með fjörum
Laugardagur 24. nóvember: Hreinsun á þrýstilögn frá dælustöð við Sæbólsbraut lokið.