Tilfinningar réðu ríkjum á sköpunardegi

Ljósmynd/Valur Rafn Valgeirsson
Ljósmynd/Valur Rafn Valgeirsson

Sköpunardagur fór fram í félagsmiðstöðvum unglinga í Kópavogi í síðustu viku. Á sköpunardegi vinna unglingarnir í 2 – 4 manna hópum í sjö listgreinum út frá ákveðnu þema. Þema dagsins að þessu sinni voru tilfinningar. Fjölmargir fengu viðurkenningu fyrir túlkun sína.

Unglingarnir túlkuðu tilfinningar út frá eftirfarandi listgreinum: Fatahönnun, myndlist, ljóða – og smásagnagerð, stuttmyndagerð, kökuskreytingum og ljósmyndun.
 

Í ljósmyndaflokknum fengu þátttekendur enn fleiri tilfinningar til að vinna með, svo sem gleði, sorg, gleði, hatur, afbrýðisemi, ást, reiði, frekja o.s.frv.

Endanleg úrslit í öllum flokkum liggja ekki fyrir.

Dómarar á sköpunardegi voru.

Lena Margrét Aradóttir hönnuður, Ingibjörg Ólafía Ólafsdóttir myndlistarkennari, Skafti Halldórsson íslenskukennari, Arnar Pálmi Arnarson, kvikmyndastjóri Zetafilm, Kristín Þorgeirsdóttir ljósmyndastúdíó Krissý og að lokum Magnea G. Guðmundsdóttir og Helga Lóa Kristjánsdóttir áhugakonur um bakstur.