Tilkynning um lokun vegna fræsinga.

Lokanir vegna fræsinga
Lokanir vegna fræsinga

Fífuhvammsvegur á milli Hlíðardalsvegar og Salavegur verður lokaður á föstudaginn 5. júní á milli kl. 9:00 og 14:30 vegna fræsinga. Vegfarendum er bent á að nota hjáleiðir um Hvammsveg og Hlíðardalsveg til að komast leiðar sinnar á meðan framkvæmdum stendur. Gatnamót Hlíðardalsvegar og Fífuhvammsvegar opna þó ca. kl. 11:00 fyrir umferð vestur Fífuhvammsveg og upp Hlíðardalsveg.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og eru ökumenn jafnframt beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar við vinnusvæðið.