Tilkynning um lokun vegna fræsingar og malbikunar.

Rampur frá Arnarnesvegi niður á Reykjanesbraut
Rampur frá Arnarnesvegi niður á Reykjanesbraut

Vegagerðin stefnir á að loka aðrein að Reykjanesbraut frá Arnarnesvegi miðvikudaginn 10. júní frá kl. 7:00 til 15:00 vegna fræsinga og malbikunar. Vegfarendum er bent á að nýta sér hjáleiðir um Garðabæ eða Fífuhvammsveg til að komast leiðar sinnar frá Arnarnesvegi suður Reykjanesbrautina.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem lokanirnar kunna að valda og eru beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.