Tilkynning um lokun vegna malbikunar.

Fífuhvammsvegur á milli Hlíðardalsvegar og Salavegar verður lokaður vegna viðgerða þriðjudaginn 9. júní og malbikunar miðvikudaginn 10. júní frá kl. 9:00 til 17:00 ef veður leyfir. Vegfarendum er bent á að nýta hjáleiðir um Hvammsveg og Hlíðardalsveg eða Arnarnesveg og Lindarveg á meðan framkvæmdum stendur.

Vegfarendum eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem lokanirnar kunna að valda og eru beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.