Tilnefningar til árlegrar jafnréttis- og mannréttindaviðurkenningar óskast fyrir 22. janúar næstkomandi.
Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar óskar eftir tilnefningum vegna árlegrar jafnréttis- og mannréttindaviðurkenningar.
Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs veitir ár hvert viðurkenningu til stofnunar, einstaklings, félags eða fyrirtækis sem hafa unnið að jafnréttis- og mannréttindamálum í Kópavogi. Til greina koma aðilar sem sinnt hafa jafnréttis- og mannréttindamálum á sviði tómstunda, menningar, fræðslu, velferðar, umhverfis og þess háttar verkefnum. Viðurkenningin verður nú veitt í sextánda sinn.
Tilnefningu til viðurkenningarinnar ásamt rökstuðningi, skal senda til jafnréttisráðgjafa Kópavogs í tölvupósti á netfangið: asakr@kopavogur.is
Frestur er til og með 22. janúar 2018