Tilslakanir á fjöldatakmörkunum frá 4.maí

Tilslakanir frá 4.maí.
Tilslakanir frá 4.maí.

Frá og með 4.maí mega allt að 50 manns koma saman, en fjölmennari samkomur eru óheimilar til 1.júní 2020. 

Tilslökunin tekur gildi 4. maí 2020 gildir til 1.júní, en aflétting eða framlenging á henni verður endurmetin af stjórnvöldum.  

Með fjöldasamkomum er átt við þegar fleiri en 50 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 50 einstaklingar inni í sama rými, kaffihúsum, og mötuneytum.

Athugið að Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 er enn í gildi og því mikilvægt er að hafa í huga almennar sóttvarnarráðstafnir er enn í gildi.

 

Frá sama tíma falla alveg niður takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum og einnig fjöldatakmarkanir við íþróttaiðkun og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólaaldri. Þetta er meðal þess sem leiðir af nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Rýmkun á reglum um takmarkanir á skólahaldi og samkomum er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þá verður unnt að opna framhalds- og háskóla og ýmsir þjónustuveitendur geta á ný tekið á móti viðskiptavinum. 

 

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar almenningi en skólasundkennsla verður heimil.

 

Skoðaðir verða möguleikar á að aflétta enn frekar takmörkunum á samkomum er líður á maí. Að því gefnu að ekkert standi slíkum breytingum fyrir þrifum verði stefnt að því að færa fjöldatakmarkanir úr 50 í 100 manns, opna sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. 

Nánari upplýsingar frá heilbrigðisráðuneytinu

Covid.is