Tíu starfsmenn eiga 25 ára starfsaldursafmæli

Tíu starfsmenn Kópavogsbæjar voru í vikunni heiðraðir á 25 ára starfsaldursafmæli sínu. Í hópnum er…
Tíu starfsmenn Kópavogsbæjar voru í vikunni heiðraðir á 25 ára starfsaldursafmæli sínu. Í hópnum er Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri sem stendur fyrir miðju.

Tíu starfsmenn Kópavogsbæjar eiga 25 ára starfsaldursafmæli á þessu ári og voru af því tilefni heiðraðir við hátíðlega athöfn í vikunni, að viðstöddum starfsfélögum sínum. Hjálmar Hjálmarsson, forseti bæjarstjórnar, hélt stutta tölu og þakkaði starfsmönnunum fyrir störf sín hjá bænum.

Starfsmennirnir fengu að gjöf úr með árituðum nöfnum sínum. Flestir þeirra koma úr leikskólum Kópavogs, tveir starfa við grunnskóla bæjarins og einn starfar á bæjarskrifstofunum.

Starfsmennirnir eru:

Anna Rósa Sigurjónsdóttir. Aðstoðarleikskólastjóri Álfaheiði
Brynhildur Stella Óskarsdóttir. Leikskólinn Efstihjalli
Elínborg Þórarinsdóttir. Leikskólinn Baugur
Elísabet Eyjólfsdóttir. Leikskólastjóri Álfaheiði
Guðrún Pálsdóttir. Bæjarstjóri
Heiða Björk Rúnarsdóttir. Leikskólastjóri Kópasteini
Hildur Elfa Björnsdóttir.  Stuðningsfulltrúi Kópavogsskóla
Kristjana Arnardóttir. Matráður Kársnesskóla
Ragnheiður Halldórsdóttir. Leikskólinn Efstihjalli
Sigríður Einarsdóttir. Leikskólinn Efstihjalli