Tómstundastarf eldri borgara styrkt

Starfsmenn Kópavogsbæjar sem vinna við tómstundastarf fullorðinna, frá vinstri
Ómar Freyr Kristján…
Starfsmenn Kópavogsbæjar sem vinna við tómstundastarf fullorðinna, frá vinstri
Ómar Freyr Kristjánsson, Katrín Björg Hjálmarsdóttir, Halla Sigríður Ragnarsdóttir, Arnar Hugi Birkisson, Anna Karen Ágústsdóttir, Emilía Einarsdóttir og Tinna Rós Finnbogadóttir.

Kópavogsbær hlaut nýverið styrk frá Félagsmálaráðuneytinu til að auka tómstundastarf fullorðinna í ljósi Covid-19.  Öldruðum sem hafa einangrast verður boðinn einstaklingsbundinn stuðningur til að auka virkni utan heimilis. Tengsl verða mynduð með heimsóknum, símtölum og innlitum í gegnum spjaldtölvur. Í framhaldi verða einstaklingar studdir í að sækja þá virkni sem þeir kjósa. Markmið hópastarfsins er að gera einstaklinga örugga við að sinna þeim tómstundum sem þeir kjósa eftir langt tímabil af heimaveru.

Alls verða fimm starfsmenn ásamt verkefnastjóra sem munu halda utan verkefnið í sumar. Einnig er verið að undirbúa samstarf við félagasamtök í bænum. Með því móti mætti bjóða upp á fjölbreytta hópa og starf sem hentar einstaklingum með ólíkar þarfir. Öll þjónusta, s.s. ferðakostnaður, aðgangseyrir, matur og skemmtun verður þátttakendum að kostnaðarlausu á meðan verkefninu sendur, þar sem kostnaður getur hindrað þátttöku. Sambærilegt starf hefur ekki staðið öldruðum til boða hingað til og er því um nýjung að ræða. Á myndinni má sjá starfsfólkið sem mun koma til með að sinna verkefninu í sumar.