Tunnudreifingu lokið

Starfsfólk í tunnuskiptum var að vonum ánægt með áfangann og stillti sér upp til myndatöku í árviss…
Starfsfólk í tunnuskiptum var að vonum ánægt með áfangann og stillti sér upp til myndatöku í árvissri sumarveislu sumarstarfsfólks Þjónustumiðstöðvar.

Dreifingu á nýjum tunnum er lokið í Kópavogi og var alls var um 8.000 tunnum dreift í bænum í fjölbýli og sérbýli.

Hafist var handa 22.maí og lauk dreifingu 7.júlí eins áætlanir gerðu ráð fyrir.

Vel gekk að dreifa tunnum, starfsfólk Þjónustumiðstöðvar Kópavogs sá um setja tunnurnar saman og Íslenska gámafélagið dreifði tunnunum.

Farið er að hirða sorp samkvæmt nýju kerfi, blandaður úrgangur og lífrænn er tæmdur á 14 daga fresti og pappír og plast á 14 daga fresti.

Í Þjónustugátt Kópavogsbæjar er hægt að sækja um breytingar á tunnusamsetningu í fjölbýlum ef reynslan sýnir að breyta þarf sameiningu á úrgangstunnum og körum í sorpgeymslum.

Sambærilegt umsóknarform verður sett inn fyrir sérbýli um mánaðamótin júlí/ágúst fyrir þau sem vilja breyta plast- og pappatunnu í tvískipta tunnu fyrir plast og pappír.

Fyrirspurnir skal senda á tunnuskipti (hja) kopavogur.is

Nánari upplýsingar um nýja flokkunarkerfið er að finna á vef Sorpu.