Lokun vegna malbiksframkvæmda

Tvær lokanir
Tvær lokanir

Vegna malbiksfræsinga verður eystri hluta Bæjarlindar á milli Löðurs og Bæjarlindar 14-16 lokað miðvikudaginn 18. maí frá kl. 13:30 til 17:00. Bent er á hjáleið um frárein frá Reykjanesbraut fyrir þá sem eiga erindi í vestari hluta Bæjarlindar og hjáleiðar um Fífuhvammsveg og Lindarveg fyrir þá sem eiga erindi í vestari hluta götunnar.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.

Sjá hjáleið