Breiðablik-HK á kjördag

Fyrir utan Fífuna
Fyrir utan Fífuna

Klukkan tvö á kjördag hefst leikur Breiðablik og HK á Kópavogsvelli og er búist við mikilli aðsókn á leikinn.

Annar tveggja kjörstaða í Kópavogi er Smárinn, sem er við hliðina á Kópavogsvelli. Breiðablik og HK ætla að hvetja sína stuðningsmenn til þess að nýta aðra samgöngumáta en bílinn og þá er mælst til þess að gestir á fótboltaleiknum leggi á stæðin sunnan við Fífuna. Búast má við umferð vegna leiksins frá klukkan 13 og til 18.

Þeir sem mæta á bíl á kjörstað geta sem fyrr lagt beint fyrir framan Smárann eða nýtt stæðin í næsta nágrenni, eins og við Sporthúsið. 

Kjörfundur hefst klukkan 9:00 og lýkur klukkan 22.00.

Tveir kjörstaðir eru í Kópavogi, Smárinn og Kórinn. Upplýsingar um kjörstað og kjördeild er að finna á kosningavef stjórnarráðsins.