Lokað fyrir umferð um Urðarbraut, hjáleið um Hábraut, Vesturvör og Kársnesbraut
Vegna vinnu Veitna við viðgerðir á rafstrengjum við Kársnesbraut verður umferð um gatnamótin Kársnesbraut/Urðarbraut skert dagana 25. og 26. júní milli kl. 9:00 og 16:00. Þriðjudaginn 25. júní verður lokað fyrir umferð inn á Urðarbraut frá Kársnesbraut. Hjáleiðir verða um Hábraut, Vesturvör eða Kársnesbraut.
Miðvikudaginn 26. júní verður lokað fyrir umferð af Urðarbraut inn á Kársnesbraut. Hjáleið verður um Borgarholtsbraut.
Umferð gangandi og hjólandi helst óskert en sýna þarf aðgát þar sem farið er um í nágrenni við vinnuvélar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af lokununum kann að hljótast.
