Umhverfisviðurkenningar 2017

Gróðursetning í götu ársins 2017.
Gróðursetning í götu ársins 2017.

Viðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar voru afhentar í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 7.september. Kynnt var val á götu ársins, Litluvör, en auk þess voru veittar sjö viðurkenningar fyrir hönnun og umhverfi.

Í Litluvör afhjúpaði Margrét Friðrisdóttir, forseti bæjarstjórnar viðurkenningarskjöld og flutti ávarp. Litlavör er gata ársins í Kópavogi. Margrét, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Hjördís Ýr Johnson formaður umhverfis- og samgöngunefndar og Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs gróðursettur svo tré tré ásamt íbúum götunnar. Bæjarstjórn Kópavogs valdi götu ársins á bæjarstjórnarfundi í sumar.

„Íbúar Litluvarar eru vel að viðurkenningunni komnir fyrir að hafa hugað vel að umhverfi sínu, haldið húsum sínum og lóðum snyrtilegum og götunni fallegri í áranna rás. Íbúar götunnar eru öðrum íbúum Kópavogs hvatning og fyrirmynd,“ segir í umsögn um götuna.

Húsin sem hlutu viðurkenningar eru:

Umhirða húss og lóðar:

Kópavogsbakki 15.  Eigendur Guðmundur Jóhann Jónsson og Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir.

Vallargerði 10. Eigendur Sigurður Bjarkason og Unnur Magnúsdóttir.

Frágangur húss og lóðar á nýbyggingarsvæði

Örvasalir 9. Eigendur Gunnar Stefánsson og Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, hönnuður Anna Tómasdóttir.

Akrakór 7. Eigendur Ágúst Sverrir Egilsson og Soffía Guðrún Jónasdóttir. Hönnun Sveinbjörn Jónsson verkfræðiofunni Möndull ehf.

Hönnun

Huldubraut 15A og 15B. Arkitektar hússins eru ALARK arkitektar ehf.

Dimmuhvarf 15. Eigendur Helga Sigurrós Valgeirsdóttir og Ævar Rafn Björnsson, hönnuður Reynir Adamsson hjá Adamsson ehf. arkitektastofa.

Norðurturninn. Eigendur Norðurtungsins og hönnuðurinn Kristinn Ragnarsson hjá Krark efh. fá viðurkenninguna.

Nánar um viðurkenninguna