Umsóknir um íþróttastyrki

Íþróttaráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr afrekssjóði ráðsins. Tilgangur sjóðsins er að veita afreksíþróttafólki í Kópavogi styrk til að æfa eða keppa. Umsóknum skal skila fyrir 30. nóvember 2013. Stjórn sjóðsins er skipuð fulltrúum íþróttaráðs og metur hún umsóknir. Síðast var veitt úr sjóðnum árið 2010 en nú á að endurvekja hann aftur.

Samkvæmt reglugerð eru markmið sjóðsins eftirfarandi:

a)      Að veita afreksíþróttafólki í íþróttafélögum í Kópavogi fjárhagslegan styrk vegna  æfinga og/eða keppni, og þannig búa þeim sem besta aðstöðu til að stunda íþrótt sína.

b)      Að veita afreksíþróttafólki í hópíþróttum í íþróttafélögum í Kópavogi sem náð hefur afburðaárangri fjárhagslegan styrk og gera þeim kleift að búa sig enn betur undir áframhaldandi keppni.

c)      Að veita afreksíþróttafólki  styrk sem á lögheimili í Kópavogi og stundar íþrótt sem ekki er iðkuð með íþróttafélagi í Kópavogi.

d)      Að veita árlega styrki og viðurkenningar fyrir unnin afrek í íþróttum jafnt kvenna sem karla.

Umsóknareyðublöð ásamt reglugerð fyrir sjóðinn fást í afgreiðslu á bæjarskrifstofum Kópavogs Fannborg 2, 1. hæð. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin ásamt reglugerð á vef bæjarins.