Ungmennaráð fundar með Bæjarstjórn Kópavogs

Ungmennaráð Kópavogs á sínum fyrsta fundi með Bæjarstjórn Kópavogs.
Ungmennaráð Kópavogs á sínum fyrsta fundi með Bæjarstjórn Kópavogs.

Ungmennaráð Kópavogs fundaði í dag með Bæjarstjórn Kópavogs. Þetta er fyrsti fundur Ungmennaráðs með bæjarstjórninni og voru sex mál á dagskrá fundarins en þau eru afrakstur ungmennaþings sem haldið var í vetur.

Málin sem voru á dagskrá fundarins voru:

  1. Klósettmál – Aðgengi að dömubindum eða túrtöppum á kvennaklósettum í grunnskólum.
  2. Tölvumál. Lyklaborð með ipad eða fartölvur nemendur í grunnskólum.
  3. Sjálfsvörn/skyndihjálp – Kennsla í skyndihjálp og sjálfsvörn í grunnskólum.
  4. Félagsmiðstöðvar-Sumaropnun félagsmiðstöðva fyrir unglinga og meiri dagopnun á skólatíma.
  5. Andleg heilsa-Boðið upp á opna tíma hjá sálfræðingi fyrir nemendur.
  6. Umhverfismál-Loftslagsmál og aðgengi að ruslatunnum.

Í upphafi fundar ávarpaði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fundinn en bæjarfulltrúar voru til svara við hvert og eitt mál. Fundi stýrði Halldís Sigurard. Hjaltested. Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar Kópavogs ávarpaði fundinn í lok hans.

Ungmennaráð Kópavogs hefur verið starfsrækt um nokkurra ára skeið. Það fundar að jafnaði sex sinnum á ári. Það er skipað 15 fulltrúum á aldrinum 13-20 ára.  Í ungmennaráði sitja nú: Sóley Erla Jónsdóttir, Davíð Fannar Sigurðsson, Halldís Sigurðard. Hjaltested, Kjartan Sveinn Guðmundsson, Katrin Rós Þrastardóttir, Unnur María Agnarsdóttir, Guðríður María Guðmundsdóttir, Alexander Jóhannsson, Sana Salah Karim, Selma Karlsdóttir, Kristófer Breki Halldórsson, Sóley Þórarinsdóttir, Stefán Daði Karelsson, Viktoría Georgsdóttir, Gunnlaugur Ernir Ragnarsson.