Unnu til verðlauna í Lífshlaupinu

Margréti Halldórsdóttur formaður félags eldri borgara í Kópavogi og þátttakandi í Virkni og Vellíða…
Margréti Halldórsdóttur formaður félags eldri borgara í Kópavogi og þátttakandi í Virkni og Vellíðan og Eva Katrín Friðgeirsdóttir ein af verkefnastýrum Virkni og Vellíðan tóku á móti viðurkenningunum fyrir Lífshlaupið.

Þátttakendur Virkni og Velllíðan, heilsueflingu 60 ára og eldri í Kópavogi, hlutu þrjár viðurkenningar í sínum flokkum í Lífshlaupinu sem fram fór í febrúar.

 Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Nú í fyrsta sinn var hægt að taka þátt í flokki sem bar nafnið Hreystihópar 67+. Virkni og Vellíðan tók þátt og þátttakendur merktu inn alla þá hreyfingu sem þeir sóttu á því tímabili.

Viðurkenningar voru fyrir fjölda mínútna og daga yfir tímabilið sem lífshlaupið stóð yfir. Þátttakendur Virkni og Vellíðan sem skráðu sig í lífshlaupið hreyfðu sig í samtals 158.012 mínútur yfir þessar þrjár vikur sem Lífshlaupið stóð yfir.

Við getum verið stolt af þessu, og óskum við þátttakendum Virkni og Vellíðan innilega til hamingju með þetta