Uppbygging á Kársnesi

Mynd úr verðlaunatilllögunni Spot on Kársnes, sem var hlutskörpust í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni …
Mynd úr verðlaunatilllögunni Spot on Kársnes, sem var hlutskörpust í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni um Kársnes. Höfundar Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt, Anders Egebjerg Terp landslagsarkitekt og Gunnlaugur Johnson, arkitekt. Þessar tillögur eru í takt við framtíðarsýn svæðisins.

Skipulagslýsing þróunarsvæðis á Kársnesi verður tekin fyrir á fundi skipulagsráðs 16. janúar. Margar góðar athugasemdir og ábendingar hafa borist vegna lýsingarinnar en frestur til að skila þeim inn rann út þann 22. desember. Meðal þess sem bent var á var að þörf væri á rýmri tíma til að gera athugasemdir og því hefur verið ákveðið að taka einnig fyrir á fundi skipulagsráðs þær athugasemdir og ábendingar sem berast fram að fundinum.

Netfang skipulags- og byggingardeildar sem tekur við athugasemdum er skipulag@kopavogur.is