Uppbygging reita við Fannborg er hluti af framtíðarþróun miðbæjar Kópavogs.
Miðvikudaginn 28. febrúar 2026 kl 16:30 verður haldinn upplýsingafundur fyrir íbúa og fyrirtæki við Fannborgarreit í Kópavogi. Fundurinn er haldinn til að kynna næsta fasa í framkvæmdum á reitnumm, en til stendur að byggingarfulltrúi Kópavogs gefi út leyfi til niðurrifs á húsum sem nú standa á lóðum Fannborgar 2, 4 og 6. Í kjölfar þess mun verktaki hefja niðurrif húsanna. Byrjað verður á Fannborg 2 og fylgja hin tvö húsin svo í framhaldi.
Á fundinum koma fram mikilvægar upplýsingar um framvindu verkefnisins og næstu skref.
Til að horfa á streymi, skrá sig á póstlista og leita frekari upplýsinga um verkið í heild sinni vinsamlegast skoðið upplýsingasíðu um Miðbæ í mótun
Eða skanna QR kóðann:
