Upplýsingar er varða ferðir að gosstöðvum

Frá gosstöðvum í Geldingadal.
Frá gosstöðvum í Geldingadal.

Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið.  Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda.

Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals.

Að auki er vakin athygli á hertum sóttvarnaraðgerðum vegna útbreiðslu smita vegna COVID. Ferðafólk er hvatt til ítrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir.

 Upplýsingar á vefsíðu Veðurstofunnar

Loftmengun, kvíði og áhyggjur

Upplýsingar varðandi loftmengun, líðan, góð ráð við kvíða og áhyggjum sem tengjast eldgosinu eru aðgengilegar á vef Embættis landlæknis.

Upplýsingar á íslensku,

Information in English

Polski

Skráningaform – brennisteinsmengun SO2

Vakin er athygli á mikilvægi þess að skrá ef brennisteinslykt finnst, upplýsingarnar berast Veðurstofu Íslands.

 Skráningarform