Úthlutun úr Forvarnarsjóði Kópavogs

Á myndinni eru frá vinstri: Victor Berg Guðmundsson, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, Hafdís Helgadóttir, …
Á myndinni eru frá vinstri: Victor Berg Guðmundsson, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, Hafdís Helgadóttir, Aron Brink, Anna Rósa Sigurjónsdóttir, Hrönn Valgeirsdóttir, Vébjörn Elí Lefever, Laufey Sigríður Guðmundsdóttir og Árni Gunnar Einarsson.

Forvarnarsjóður Kópavogs hefur lokið úthlutun styrkja fyrir árið 2025. Fjögur verkefni hlutu styrk sem öll byggja á markmiðum sjóðsins um að efla forvarnir, heilsueflingu, og vellíðan barna og ungmenna í Kópavogi svo eitthvað sé nefnt. Við úthlutun var sérstök áhersla lögð á börn og ungmenni og verkefni sem hafa jákvæð áhrif á líðan, heilbrigði og framtíð þeirra.

Eftirfarandi verkefni fengu styrkveitingu:

  • Molavirkni – Molinn, miðstöð unga fólksins
    Markmið Molavirkni er að ná til barna og ungmenna á aldrinum 13-25 ára í Kópavogi, stuðla að félagslegri virkni og bættri líkamlegri og andlegri heilsu. Verkefnið styður við félagslega virkni, geðheilsu og heilsusamlegt líferni ungs fólks með áherslu á skipulagða viðburði, útivist og hreyfingu.
  • Fræðslukvöld fyrir foreldra leikskólabarna
    Haldið verður utan um sérstök fræðslukvöld fyrir foreldra í leikskólum Kópavogs með áherslu á forvarnir, heilsueflingu og aukna vellíðan barna.
  • Petra Paprika og innrásin
    Bækurnar um Petru Papriku sameina húmor og fróðleik um næringu og ónæmiskerfi til að efla orðaforða, næringarlæsi og samtöl barna og foreldra um heilbrigða næringu. Verkefnið styður jafnframt við læsisverkefnið Bókavog, lestrarátak sem hvetur börn til lesturs, eflir áhuga og þekkingu þeirra á bókum og byggir upp jákvæða lestrarmenningu í skóla- og frístundastarfi.
  • Aukið læsi barna og ungmenna – Félagsmiðstöðin Pegasus
    Verkefnið felur í sér fjölbreytt og aukið aðgengi að bókasafni í félagsmiðstöðvum og Molanum til að efla lestraráhuga og læsi barna og unglinga, sem unnið verður í samstarfi við verkefnið Bókavog.