Útiæfingar Virkni og vellíðan í sumar

Heilsuhringurinn.
Heilsuhringurinn.
Í sumar verður Virkni og vellíðan með útiæfingar alla miðvikudaga, þær verða á hinum ýmsu útivistarsvæðum í bænum. Þessar æfingar verða opnar öllum og þarf ekkert að skrá sig aðeins mæta á auglýsta upphafsstaði. Þessum æfingum verður stjórnað af þjálfurum frá Virkni og vellíðan og verður aðaláherslan lögð á göngu. Við munum alltaf setja hér inn á hvar næsta æfing fer fram mánudaginn fyrir æfinguna.
 
Fyrsta æfing er við Lindakirkju og er haldin miðvikudaginn 7.júní. kl.10:30 en genginn verður heilsuhringurinn í kringum kirkjugarðinn. 
 
Virkni og vellíðan er hreyfing fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi og er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Gerplu, Breiðablik og HK.