Vatnsendaskóli orðinn réttindaskóli UNICEF

Nemendur söfnuðust saman í tilefni þess að Vatnsendaskóli varð réttindaskóli.
Nemendur söfnuðust saman í tilefni þess að Vatnsendaskóli varð réttindaskóli.

Vatnsendaskóli er orðinn réttindaskóli UNICEF og var viðurkenning þess efnis afhent í dag, fimmudaginn 24. nóvember.

Innleiðing Barnasáttmálans hófst haustið 2019. Nemendur skólans hafa fengið fræðslu um sáttmálann, réttindi sín og réttindi barna um allan heim. Fulltrúar frá Unicef á Íslandi komu og veittu skólanum viðurkenninguna að viðstöddum nemendum skólans, starfsfólki og velunnurum.