Vatnsnotkun rýkur upp að loknu skaupi

Skjáskot úr mælingarkerfi Vatnsveitu Kópavogs
Skjáskot úr mælingarkerfi Vatnsveitu Kópavogs

Vatnsnotkunin í Kópavogi jókst til muna strax að loknu Áramótaskaupinu í Sjónvarpinu á gamlárskvöld. Á örskömmum tíma rauk hún úr 110 lítrum á sekúndu í 240 lítra. Að sama skapi dróst hún saman á fyrstu mínútum skaupsins og féll úr 170 lítrum á sekúndu  niður í 130 lítra. 

Þannig má ljóst vera að Kópavogsbúar sátu líkt og aðrir landsmenn límdir við skaupið á gamlárskvöld en nýttu svo fyrstu mínúturnar að því loknu til að fara á klósettið eða ganga frá í eldhúsi með uppvaski og öðru stússi. 

Upplýsingarnar um vatnstnotkun Kópavogsbúa eru fengnar frá Vatnsveitu Kópavogs. Tölurnar má sjá í meðfylgjandi töflu.

Með því að rýna í vatnsnotkunina má greina ákveðið hegðunarmynstur sem virðist ganga nokkuð jafnt yfir línuna. Vatnsnotkun eykst til dæmis á aðfangadegi jóla á milli kl. 16:00 og 18:00 en þá fara væntanlega margir í bað eða sturtu eða eru ganga frá í eldhúsinu með uppvaski. 
 
Vatnsnotkun eykst einnig rétt á eftir íslenska laginu í Evróvisjón og hún er nokkuð meiri á sumrin en á veturnar.