Vegagerðin malbikar aðrein frá Hafnarfjarðarvegi að Hamraborg.

Lokun vegna malbikunar
Lokun vegna malbikunar

Mánudaginn 27. september 9:00-15:00 stefnir Vegagerðin á að malbika aðrein frá Hafnarfjarðarvegi í suðurátt að Hamraborg. Hringtorg í Hamraborg við Salinn mun einnig lokast vegna framkvæmdanna kl. 12:30 – 14:30. Ökumönnum er bent á að nýta sér hjáleið niðrá Kársnesbraut á meðan framkvæmdum stendur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Aðrein og Hringtorg