Vegglistahópur á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi hefur unnið hörðum höndum í sumar við að skreyta veggi bæjarins en starfi þeirra lauk í byrjun ágúst.

Vegglistahópurinn samanstendur af fjórum listakonum en þær eru Elísabet María Hákonardóttir, Tinna Martinsdóttir, Martina Priehodová og Karen Ýr.

Verkin eru flest sköpuð af listakonunum sjálfum eða unnin í samvinnu við eigendur veggjanna. Hópurinn hefur haldið úti síðu á instagram undir nafninu @vegglist þar sem nálgast má frekari innsýn í starf sumarsins.

Hér er hægt að sjá yfirlitskort yfir vegglistaverk sumarsins og staðsetningar þeirra.

