Vel heppnað ungmennaþing

Ungmennaráð í Kópavogi.
Ungmennaráð í Kópavogi.

Fulltrúar í Ungmennaráði Kópavogs stóðu fyrir vel heppnuðu ungmennaþingi þann 18. mars síðastliðinn þar sem margar góðar hugmyndir og  umræður komu fram um málefni barna og ungmenna. En eitt af hlutverki ungmennaráðs er meðal annars að skapa ungu fólki vettvang og leiðir til að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila.