Vel heppnaðir afmælistónleikar

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti Össuri Geirssyni stjórnanda Skólahljómsveitarinnar…
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti Össuri Geirssyni stjórnanda Skólahljómsveitarinnar blómvönd á tónleikunum og óskaði til hamingju með áfangann.
Afmælistónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs sem fram fóru í Eldborg sunnudaginn 5.mars heppnuðust afar vel. Hljóðfæraleikarar á öllum aldri stóðu sig gríðarlega vel, en A, B og C-sveit hljómsveitarinnar komu fram auk þess sem eldri meðlimir hljómsveitarinnar tóku lagið. Skólakór Kársness kom einnig fram en kórinn og hljómsveitin hafa átt ríkan þátt í tónlistaruppeldi Kópavogsbúa í gegnum tíðina. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri hélt stutta tölu og áhorfendur fögnuðu ákaft þegar hann kynnti áform um byggingu húss fyrir Skólahljómsveit Kópavogs. Össur Geirsson stjórnandi skólahljómsveitarinnar var afar ánægður með hvernig til tókst: "Það var frábært að sjá hversu margir mættu og hve stemningin var góð bæði hjá hljóðfæraleikurum og áhorfendum."