Vel heppnuð plasthreinsun

Svavar Ólafur Pétursson skólastjóri Vinnuskólans, Tómas Knútsson frá Bláa hernum, Ármann Kr. Ólafss…
Svavar Ólafur Pétursson skólastjóri Vinnuskólans, Tómas Knútsson frá Bláa hernum, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Katarina Gagic umhverfisfulltrúi Vinnuskólans ásamt unglingum í Vinnuskóla Kópavogs sem hafa bækistöð í Hörðuvallaskóla, við upphaf plasthreinsunar.

Vinnuskólinn í Kópavogi og starfsmenn Þjónustumiðstöðvar bæjarins, alls á sjöunda hundrað manns hreinsuðu plast og rusl í Kópavogi á plasthreinsunardeginum "Kópavogur gegn plasti" sem haldinn var 13. júní. Auk Vinnuskólans og Þjónustumiðstöðvarinnar veitti Blái herinn liðsauka við hreinsun strandlengju bæjarins. Þá tóku margir leikskólar þátt í hreinsuninni sem haldin var í fyrsta sinn í ár.

Átakið var sett formlega af bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, við Hörðuvallaskóla í Kópavogi í upphafi vinnudags. 

Mikil vinnugleði ríkti á plasthreinsunardeginum og mat aðstandenda að mjög vel hafi tekist til.