Vel heppnuð vorhreinsun á bæjarlandi

Fegrum Kópavog saman logo
Fegrum Kópavog saman logo
Um 350 bæjarbúar á öllum aldri tóku þátt í sameiginlegri vorhreinsun Kópavogsbæjar og íbúa bæjarins sem fram fór 16. apríl, 18. og 19. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til hreinsunarátaks  á bæjarlandi og var lögð áhersla á skólalóðirnar og næsta nágrenni. Boðið var upp á pylsur og drykki fyrir þá sem tóku þátt og ríkti almenn ánægja með framtakið.

Átakið var skipulagt í kringum grunnskóla bæjarins, byrjað í Kársnesskóla, Kópavogsskóla og Snælandsskóla, þá var haldið í Lindaskóla, Smáraskóla og Álfhólsskóla en síðasta daginn var hreinsað í kringum Salaskóla, Hörðuvallaskóla og Vatnsendaskóla.


Nú stendur yfir hirðing garðaúrgangs í bænum og sömuleiðis er unnið að því að hreinsa götur og stíga í Kópavogi.