Vetrarstarfi lokið í félagsmiðstöðvum

Á myndinni eru fulltrúar úr unglingaráðum félagsmiðstöðvanna sem tóku við viðurkenningunum. Myndina…
Á myndinni eru fulltrúar úr unglingaráðum félagsmiðstöðvanna sem tóku við viðurkenningunum. Myndina tók: Birgir Rafn Birgisson
Sveitaball fór fram í gærkvöld í félagsmiðstöðinni Dimmu og er það lokaviðburður félagsmiðstöðvastarfs unglinga þennan vetur. Við það tækifæri voru veittar viðurkenningar í stigakeppni félagsmiðstöðvanna en sigakeppnin er samanlagður fjöldi stiga fyrir þátttöku í fjórum stærstu viðburðum vetrarins, á íþróttadegi, Getkó spurningakeppni, söngkeppni og á sköpunardegi.
Úrlitin urðu sem hér segir:
 
1. sæti skiptu með sér félagsmiðstöðvarnar Ekkó og Igló og fengu til varðveislu í eitt ár glæsilega farandbikar.
2. sæti hlaut félagsmiðstöðin Pegasus.

3. sæti hlaut félagsmiðstöðin Þeba.