Íbúar spari kalda vatnið

Íbúar í spari vatnið.
Íbúar í spari vatnið.

Frá og með mánudeginum 5. júní 2023 verður hafist handa við viðgerð á miðlunargeymi Vatnsveitu Kópavog að Heimsenda. Þetta mun leiða til þess að rýmdin í geyminum verður aðeins 50%.

Vatnsveita Kópavogs sér íbúum í Kópavogi og Garðabæ fyrir kalda vatninu.

Vegna þessa eru íbúar þessara tveggja sveitarfélaga beðnir um að spara kalda vatnið eins og kostur er, þeim tilmælum beint til íbúa að vökva ekki garða yfir daginn og láta ekki vatn renna að óþörfu.

Viðgerðin mun standa yfir í 2 vikur og eru áætluð verklok þann 16.06.2023.

Fyrir frekari upplýsingar er bent á að senda fyrirspurnir til Vatnsveitu Kópavogs á netfangið vvk@kopavogur.is