Viðtalstími bæjarstjóra

Bæjarstjóri Kópavogs er með viðtalstíma á miðvikudögum.
Bæjarstjóri Kópavogs er með viðtalstíma á miðvikudögum.

Bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, er með viðtalstíma á miðvikudögum frá 09.30 til 11.30. Hægt er að bóka tíma fyrir viðtal á netfangið baejarstjori (hja) kopavogur.is. Hvetjum alla bæjarbúa unga sem aldna til að bóka tíma með bæjarstjóra.

„Bæjarbúar koma til mín með margvísleg erindi og hef ég nú þegar í haust átt marga góða fundi með íbúum sem hafa óskað eftir því að koma sínum málum á framfæri beint til bæjarstjóra. Að mínu mati gæti ég ekki hugsað mér að byrja miðvikudagsmorgna með öðrum hætti“ segir Ásdís Kristjánsdóttir.