- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar veitir árlega viðurkenningu til aðila sem ráðið telur hafa staðið sig vel á sviði jafnréttis og mannréttinda. Viðurkenningin er nú afhent í sextánda sinn. Þrír aðilar hljóta viðurkenningu ráðsins vegna framlags síns síðast liðið ár. Það eru Soumia I. Georgsdóttir, leikskólinn Marbakki og Snælandsskóli.
Soumia I. Georgsdóttir er fædd í Marakkó en hefur búið á Íslandi í 17 ár. Hún hefur frá september 2017 boðið upp á ráðgjöf fyrir innflytjendur í Kópavogi í samstarfi við Bókasafn Kópavogs. Soumia hafi það að markmiði að einstaklingar og fjölskyldur aðlagist íslensku samfélagi og þeirri menningu sem hér ríkir. Einangrun innflytjenda og samfélagsins í heild hefur verið rofin með hennar hjálp og hún tekur á móti öllum sem til hennar koma með jákvæðnina að leiðarljósi.
Leikskólinn Marbakki hefur sett sér þá stefnu að jafna kynjahlutfall starfsmanna á leikskólanum og útrýma gamalli hugmyndafræði um að umönnunarstörf barna séu kvennastörf. Átakið hefur gengið vel og eru nú 8 karlmenn í föstu starfi við skólann. Flest öll börn sækja leikskóla og dvelja þar stóran part úr degi og mjög mikilvægt að þau hafi þar fyrirmyndir af báðum kynjum. Með viðurkenningunni vill jafnréttis- og mannréttindaráð vekja athygli og hvetja aðra leikskóla til að fara í samskonar átak og Marbakki og fjölda karlkyns leiðbeinendum og kennurum.
Snælandsskóli hlýtur viðurkenningu vegna jafnréttisdags sem jafnréttishópur skólans skipuleggur ár hvert. Í jafnréttishóp skólans sitja fulltrúar kennara, foreldra og nemenda en hópurinn hefur veg og vanda að því að skipuleggja dagskránna og taka saman niðurstöðu umræðuhópa nemenda. Það vakti sérstaklega eftirtekt ráðsins hversu fjölbreytt dagskrá jafnréttisdagana hefur verið og hversu vel sniðin hún er að ólíkum aldurshópi nemenda. Afhending viðurkenningarinnar til Snælandsskóla mun fara fram þriðjudaginn 6. mars nk.
Jafnréttis- og mannréttindaráð óskar viðurkenningarhöfum til hamingju og bendir á að ábendingum um einstakling, fyrirtæki eða stofnun sem vakið hefur athygli fyrir stöf sín í þágu jafnréttis- og mannréttinda í Kópavogi má senda til jafnréttisráðgjafa bæjarins Ásu A. Kristjánsdóttur í netfangið asakr@kopavogur.is