Vífilsfell fékk flest atkvæði

Falleg náttúran
Falleg náttúran

Alls 68% þeirra sem greiddu atkvæði í könnun Kópavogsbæjar um bæjarfjall nefndu Vífilsfell. 18% nefndu Bláfjöll, 4% Selfjall, 3% Húsfell og 2% Sandfell. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á fundi bæjarráðs í morgun. Könnunin var gerð að tillögu Ómars Stefánssonar bæjarfulltrúa. Hún fór fram hér á vef Kópavogsbæjar og stóð yfir í tæpan mánuð. Hún var auglýst í bæjarblöðunum og á vef bæjarins.

Í könnuninni voru gefnir upp fimm valmöguleikar, þeir sem nefndir voru hér að ofan, en einnig var hægt að koma með aðrar tillögur. Engin önnur tillaga fékk fleiri en þrjú atkvæði. Þannig nefndu til dæmis þrír Víghól, einn nefndi Rjúpnahæð, einn nefndi Þríhnjúka og einn nefndi Esjuna.

Gild svör í könnuninni voru 177 en ekki var hægt að greiða atkvæði oftar en einu sinni með sömu kennitölu. Vífilsfell fékk þar af 121 atkvæði.