Vinabæjarheimsókn í Kópavogi

Fulltrúar frá vinabæ Kópavogs í Finnlandi, Tampere, ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra.
Fulltrúar frá vinabæ Kópavogs í Finnlandi, Tampere, ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra.
Átján fulltrúar frá vinabæ Kópavogs í Finnlandi, Tampere, sóttu bæjarfélagið heim fimmtudaginn 4. ágúst síðastliðinn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs tók á móti hópnum og sagði þeim frá bæjarfélaginu, uppbyggingu og helstu áskorunum. Að loknu erindi bæjarstjóra var orðið laust og voru málefni sveitarfélagsins rædd vítt og breitt.

 Finnski hópurinn var skipaður kjörnum fulltrúum og starfsmönnum stjórnsýslunnar. Þau dvöldu á Íslandi í nokkra daga og heimsóttu nokkur ráðuneyti auk Kópavogs.