Vínartónleikar í Salnum í Kópavogi

Skólahljómsveit Kópavogs spilar saman
Skólahljómsveit Kópavogs spilar saman

Sannkallaðir Vínartónleikar verða haldnir í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, sunnudaginn 13. janúar kl. 13:00. Fram koma Skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Össurar Geirssonar, Sirkus Íslands , dansarar frá Listdansskóla Íslands og einleikararnir Jón Halldór Finnsson og Sif Þórisdóttir á básunu.Miðar eru seldir í Salnum.

Nýársdansleikur Töfrahurðar sló í gegn fyrir ári síðan og verður nú blásið til gleði á ný þegar Jóhann Strauss frá Vín og félagar hans mæta á svæðið. 

Kynnar tónleikanna eru Kolbrún Anna Björnsdóttir og Sigurþór Heimisson Sóri. Sérstakur tenór tónleikanna er Gissur Páll Gissurarson.

Frá klukkan 12:30 verður fordrykkur á torginu, sprell og flugeldar. Við hvetjum alla, unga sem aldna að klæða sig í galakjóla og smóking.

Salurinn.