Vináttuverkefni í Álfaheiði

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, heimsótti Álfaheiði
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, heimsótti Álfaheiði

Leikskólinn Álfaheiði í Kópavogi er einn sex leikskóla landsins sem hefur verið valinn sem frumkvöðlaleikskóli til þess að nota forvarnarverkefnið Vináttu frá Barnaheill í vetur. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri kynnti sér verkefnið en hann tekur þátt í jólapeysuátaki Barnaheilla til stuðnings Vináttuverkefninu.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti sér verkefnið Vináttu í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi. Vinátta er forvarnarverkefni gegn einelti frá Barnaheill en Álfaheiði er einn af sex leikskólum sem var valinn sem frumkvöðlaleikskóli til að nota verkefnið veturinn 2014 til 2015. Ármann tekur þátt í jólapeysuátaki Barnaheilla til að fjármagna þetta skemmtilega verkefni og mætti í jólapeysu í leikskólann. Peysan er rauð sem féll vel í kramið því það var einmitt rauður dagur í leikskólanum Álfaheiði. Ármann hefur heitið því í átakinu að heimsækja alla leikskóla í bænum með glaðning.