Vináttuverkefni tekið í notkun

Leikskólastjórar í Kópavogi, starfsmenn menntasviðs og Barnaheilla með nýtt námsefni í Vináttuverke…
Leikskólastjórar í Kópavogi, starfsmenn menntasviðs og Barnaheilla með nýtt námsefni í Vináttuverkefni Barnaheilla.

Vináttuverkefni Barnaheilla var formlega tekið í notkun með athöfn á leikskólanum Kópahvoli á dögunum. Verkefninu hefur verið tekið opnum örmum í Kópavogsbæ en öllum leikskólum bæjarins boðin þátttaka  í því þegar þróunarvinnu var lokið. Sex leikskólar á landinu öllu, þar af leikskólinn Álfaheiði í Kópavogi tóku þátt í þróunarvinnunni. 100 starfsmenn leikskólanna í Kópavogi sátu námskeið um verkefnið í janúar en það er styrkt af forvarnarsjóði Kópavogs.

„Með öflugri vinnu við að fyrirbyggja einelti og þátttöku í Vináttu verkefninu og taka það inn í alla leikskóla í sveitarfélaginu er Kópavogsbær að sýna í verki vilja sinn til að forgangsraða í þágu barna og jákvæðra samskipta milli þeirra,“ sagði. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs þegar verkefnið var tekið í notkun.

Vinátta er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir 3 til 6 ára börn. Það byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin skólastarfinu. Þess má geta að börn úr leikskólum sem unnið hafa með verkefnið fá umsögn um hlýju, samkennd og góða framkomu og foreldrar barnanna telja efnið hafa góð áhrif á þau.

Verkefnið er danskt að uppruna, frá systursamsamtökum Barnaheilla´i Danmökru, Red Barnie og Mayr Fonend samtökunum.

Alls taka nú 30 leikskólar á landinu þátt í verkefninu, þar af 18 í Kópavogi.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um verkefnið