Vinsælir hjóla- og göngustígar

Hjólað á stígum Kópavogs
Hjólað á stígum Kópavogs

Kópavogsbúar og aðrir gestir kunna greinilega vel að meta hjóla- og göngustíga bæjarins. Nýleg könnun á notkun stíganna sýnir að sífellt fleiri nýta sér þá. Stígurinn um Fossvog er sá fjölfarnasti.  Þéttriðið net göngu- og hjólreiðastíga er um allan Kópavog og hefur Kópavogsbær unnið ötullega að því að búa Kópavogsbúum góð útivistarsvæði með göngu- og hjólreiðatengingum á milli hverfa sem og til nærliggjandi sveitarfélaga. 

Í könnuninni sem gerð var 2. júlí í sumar voru taldir þeir sem hjóluðu eða gengu um helstu hjóla- og göngustíga bæjarins. Talið var á tíu stöðum frá kl. 7:00 til 10:00 og aftur frá kl. 15:00 til 18:00. Niðurstaðan sýnir mikla aukningu á gangandi og hjólandi umferð á milli ára.

 
Samtals fóru 2.152 um þessa stíga í júní síðastliðnum en til samanburðar var fjöldinn 1.662 í fyrra og 1.637 árið þar á undan.
 
Tilgangurinn með talningunni er að skoða þróun á notkun stíganna.
 
Niðurstöður könnunarinnar í júlí:
1. Fossvogur, við bensínstöð N1 - 485
2. Milli Hafnarfjarðarvegar og Lundar - 161
3. Við Snælandsskóla, neðan við Víðigrund - 80
4. Við Fossvogsbrún, brú yfir Reykjanesbraut - 132
5. Við Reykjanesbraut, undirgöng við Mjódd - 323
6. Við Kópavogstún, neðan við líknadeildina - 169
7. Við Arnarnesveg, á göngustíg meðfram Fífuhvammsvegi - 97
8. Á mótum Fífuhvammsvegar og Lindavegar - 465
9. Á Selhryggnum við Krossalind - 100
10. Við Breiðholtsbraut, á göngustíg frá Dimmuhvarfi - 140