Vorhátíð Kársnesskóla

Kársnesskóli Skólagerði.
Kársnesskóli Skólagerði.

Kársnesskóli Skólagerði verður kvaddur á Vorhátíð Kársnesskóla þriðjudaginn 5.júní kl. 17.00.

Vorhátíð Kársnesskóla verður haldinn þriðjudaginn 5. júní milli klukkan 17 og 19 og hefst dagskráin með athöfn við Skólagerði.

Þar verður gamli skólinn kvaddur með kveðjuathöfn. Skólinn verður rifinn í sumar og samrekinn leik- og grunnskóli verður reistur við í stað gamla skólans.

Að kveðjuathöfn lokinni verður gengið fylktu liði að Kársnesskóla Vallargerði þar sem Vorhátíð og Góðgerðardegi er slegið saman í mikla hátíð. Allur ágóði dagsins rennur til Unicef - neyðarhjálp í Jemen. 

Meðal þess sem gestir geta notið er: Hoppukastalar, kassabílarallý, draugahús, stuttmyndabíó, handverksmarkað, pizzur, kaffihús, vöfflur, kökubasar, leikrit, þrautabraut, photobooth, tónlistaratriði.

Dagskráin í Kársnesskóla Vallargerði stendur frá 17.30 til 19.00.