Vorhreinsun - garðaúrgangur

Vorhreinsun í Kópavogi stendur yfir 28.apríl til 20.maí.
Vorhreinsun í Kópavogi stendur yfir 28.apríl til 20.maí.

Settir verða upp opnir gámar fyrir garðaúrgang á fimm stöðum í Kópavogi sem verða aðgengilegir 28.apríl til 20. maí.

Gámarnir verða á eftirfarandi stöðum

  • Kársnes, við Vesturvör 14
  • Digranes, við íþróttahúsið Digranesi
  • Smára- og Lindahverfi, neðst á Glaðheimasvæðinu, Álalind 2
  • Sala- og Kórahverfi, við garðlönd, Rjúpnavegur/ Arnarnesvegur
  • Þinga- og Hvarfahverfi, á bílastæði við Vallakór 8

Gámarnir eru einungis fyrir garðaúrgang og óheimilt að setja annað í gámana. Byggingaúrgangi, almennur úrgangi, spilliefnum, málmum, gleri og öðru sem tilfellur skal skilað í endurvinnslustöðvar Sorpu.

Athugið að ekki verður farið í götur bæjarins til að hirða garðaúrgang.

Garðaúrgangur sem skilinn er við lóðamörk hefur minnkað mjög mikið eftir að byrjað var að koma fyrir gámum í hverfum. Tími sem gámarnir standa hefur verið lengdur en þeir eru tæmdir reglulega.