Vorhreinsun í Kópavogi

Vorhreinsun í Kópavogi fer fram í apríl og maí.
Vorhreinsun í Kópavogi fer fram í apríl og maí.

Kópavogsbúar eru hvattir til að hreinsa lóðir og nærumhverfi. Starfsmenn bæjarins munu vera á ferðinni og hirða garðúrgang sem liggur við lóðarmörk.
Hreinsun á garðaúrgangi fer fram eftirfarandi daga í hverfum bæjarins. Athugið að einhverjar tafir hafa orðið á hreinsuninni vegna flutnings þjónustumiðstöðarinnar og verða því þessar dagsetingar eitthvað sveigjanlegar. 


• Kópavogsbær vestan Reykjanesbrautar (Kársnes, Digranes, Smári) - 23.04.2018 til 27.04.2018
• Kópavogsbær austan Reykjanesbrautar (Fífuhvammur (Lindir- og Salir), Vatnsendi) - 30. 04.2018 til 04.05.2018


 Íbúar athugið:
Garðaúrgang skal setja utan við lóðarmörk í pokum, greinaafkippur skal binda í knippi. Óheimilt er að flytja lausan jarðveg út fyrir lóðarmörk og verður slíkt fjarlægt á kostnað lóðarhafa. Ekki verður fjarlægt rusl af byggingarlóðum. Íbúar þurfa sjálfi að koma spilliefnum í endurvinnslustöð. Einnig timbri, málmum og öðrum úrgang.