25 ára starfsafmæli

Starfsmenn Kópavogsbæjar sem áttu 25 ára starfsafmæli 2017 ásamt bæjarstjóra. Frá vinstri, Valdimar…
Starfsmenn Kópavogsbæjar sem áttu 25 ára starfsafmæli 2017 ásamt bæjarstjóra. Frá vinstri, Valdimar Valdimarsson, Ásdís Steingrímsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Lilja Kristjánsdóttir, Sigurveig Hafsteinsdóttir, Sæþór Fannberg, Guðrún Björnsdóttir, Guðný Erla Sigurðardóttir, Bryndís Héðinsdóttir.

Átta starfsmenn Kópavogsbæjar fengu viðurkenningu fyrir 25 ára starf hjá bænum fimmtudaginn 18. janúar.  Sex koma af leikskólum Kópavogs: Ásdís Steingrímsdóttir leikskólakennari á Baugi, Bryndís Héðinsdóttir leikskólasérkennara í Efstahjalla, Guðný Erla Sigurðardóttir matráður á Furugrund, Guðrún Björnsdóttir leikskólakennari í Urðarhól, Lilja Kristjánsdóttir leikskólastjóri í Álfatúni og Sigurveig Hafsteinsdóttir sérskennslustjóri leikskólanum Marbakka. Þá voru tveir starfsmenn stjórnsýslu bæjarins heiðraðir Sæþór Fannberg bæjargjaldkeri og Valdimar Valdimarsson rekstrarfulltrúi. Öll hófu þau störf hjá Kópavogsbæ árið 1992.

Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, afhenti starfsmönnunum úr og þakkaði fyrir vel unnin störf.