50 ár frá vígslu Kópavogskirkju

Kópavogskirkja
Kópavogskirkja
Fimmtíu ár eru í dag, 16. desember, liðin frá vígslu Kópavogskirkju, en Sigurbjörn Einarsson, þáverandi biskupi, vígði kirkjuna þann dag árið 1962. Í dag verður hátíðarmessa þar sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, prédikar. Afmælis kirkjunnar er minnst með ýmsum hætti. Opnaðar verða sýningar á sögu og helgigripum, ljósmyndum, dagskrá verður um listina í Kópavogskirkju
Hátíðarmessa hefst kl. 11. Sóknarprestur og djákni Kópavogskirkju þjóna fyrir altari ásamt fyrrum sóknarprestum Kópavogskirkju, sóknarpresti Digranessafnaðar og prestum, sem tengjast Kópavogskirkju með ýmsum hætti.
 
Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Matéová. Guðmundur Hafsteinsson, trompetleikari og fiðluleikararnir Guðný Guðmundsdóttir og Herdís Mjöll Guðmundsdóttir flytja tónlist.
 
Sunnudagskólinn verður á neðri hæðinni í safnaðarheimilinu Borgum í stjórn Þóru Marteinsdóttur og Sólveigar Aradóttur.