Nýtt hverfi á Vatnsendahæð í mótun

Tillögur að Vatnsendahvarfi. Mynd/Arkþing Nordic.
Tillögur að Vatnsendahvarfi. Mynd/Arkþing Nordic.

Á Vatnsendahæð er gert ráð fyrir að rísi nýtt íbúðahverfi með um 500 íbúðum, nýjum leikskóla, góðum útivistarsvæðum og verslun á þjónustu. Þetta nýja hverfi er á Vatnsendahæð í Vatnsendahvarfi og afmarkast af Kórahverfi, Hvörfunum í Vatnsenda og fyrirhugðum Arnarnesvegi.

Gert er ráð fyrir lágreistri byggð í hverfinu og verður hluti íbúða í sérbýli en meirihluti í fjölbýli. Mikil þjónusta er í grennd við hverfið, leikskólar, grunnskóli, verslanir og miklir útivistamöguleikar. Mikið útsýni er úr hverfinu sem er í 148 metra hæð yfir sjávarmáli.

Deiliskipulag að hverfinu er nú í forkynningu og er óskað eftir tillögum og ábendingum íbúa og annarra áhugasamra um gott hverfi.

Meðal þess sem lögð er áhersla á eru góð tengsl og sátt við nálæga byggð og náttúru, gott stíganet, fjölbreyttar húsagerðir, fjölbreytt útivistar- og dvalarsvæði og blágrænar ofanvatnslausnir.

Leitað er til íbúa og áhugasamra aðila um ábendingar og innlegg varðandi skipulagstillöguna sem er á vinnslustigi. Ábendingar og athugasemdir skulu sendar á skipulag@kopavogur.is fyrir 22 apríl 2022.

Kynningargögn eru aðgengileg á vef bæjarins.