Ábendingavefur og könnun um samgöngur

Unnið er að samgöngustefnu í Kópavogi.
Unnið er að samgöngustefnu í Kópavogi.

Ábendingavefur um samgöngumál hefur verið opnaður í tengslum við gerð nýrrar samgöngumálum, Nýju línunnar. Þar gefst íbúum færi á að koma með ábendingar um hvað eina sem snýr í að samgöngumálum í Kópavogi.

Vefurinn verður opinn á meðan íbúafundir í hverfum bæjarins vegna stefnunnar standa yfir. Íbúafundir hófust 7. nóvember og standa til 5. desember.

Ábendingar íbúa hvort sem er af fundum eða vef verða hafðar til hliðsjónar við gerð samgöngustefnunnar. Sama á við um könnun um ferðavenjur sem hægt er að nálgast á vef Kópavogsbæjar, rétt eins og ábendingavefinn.

Ábendingavefur

Á íbúafundunum verður kynning á markmiðum samgöngustefnunnar en við gerð hennar verða umhverfisvænar samgöngur hafðar að leiðarljósi. Þá verður óskað eftir tillögum frá íbúum og unnið á þremur starfsstöðum, almenningssamgöngur, umferðaröryggi, gangandi og hjólandi.

„Við höf­um góða reynslu af því að vinna með íbú­um á íbúa­fund­um en það er skemmti­leg nýbreytni að bjóða íbú­um upp á fleiri leiðir til að taka þátt í stefnu­mót­un með okk­ur,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

“Við leggjum áherslu á umhverfisvænar samgöngur í nýrri samgöngustefnu og viljum stuðla að breyttum ferðavenjum. Það er því mjög mikilvægt að heyra sjónarmið íbúa um ferðavenjur, almenningssamgöngur og umferðaröryggi,” segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs en hún er í vinnuhópi um nýja samgöngustefnu.

Fundirnir hefjast klukkan 17. Í næstu viku, 13. nóvember, verður fundað í Álfhólsskóla fyrir skólahverfi Álfhóls-, Snælands- og Kópavogsskóla. 23. nóvember er fundarstaður Hörðuvallaskóli. Sá fundur er fyrir íbúa í Vatnsenda, það er skólahverfi Vatnsenda- og Hörðuvallaskóla. 27. nóvember er fundað í Lindaskóla fyrir íbúa í Linda- og Salahverfi. Síðasti fundurinn er 5. desember í safnaðarheimilinu Borgum,(safnaðarheimili Kópavogskirkju). Fyrir íbúa á Kársnesi.

Samgöngustefna í mótun - upplýsingasíða