Átta heiðraðir fyrir 25 ára starf

Starfsfólk Kópavogsbæjar heiðrað fyrir að hafa náð 25 ára starfsaldursafmæli 2015. F.v. Aldís Sigur…
Starfsfólk Kópavogsbæjar heiðrað fyrir að hafa náð 25 ára starfsaldursafmæli 2015. F.v. Aldís Sigurðardóttir, Birgir H. Sigurðsson, Anna Guðný Björnsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Lillian V. Óskarsdóttir, Sigríður Soffía Björnsdóttir, Guðlaug Ólafsdóttir.

Átta starfsmenn Kópavogsbæjar sem áttu 25 ára starfsaldursafmæli á síðasta ári voru heiðraðir fyrir störf sín við hátíðlega viðhöfn í bæjarstjórnarsal Kópavogs. Bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, flutti ávarp og þakkaði þeim farsæl störf hjá bænum. Þá afhenti bæjarstjóri þeim úr með áletruðum upphafsstöfum.

Þegar starfsmennirnir hófu störfu bjuggu rúmlega 16.000 manns í Kópavogi, í gamla Austur- og Vesturbæ Kópavogs. „Þið hafið öll, með margvíslegum hætti  tekið þátt í þeim miklu breytingum sem hafa orðið á bænum og lagt ykkar lóð á vogarskálarnar við að byggja upp Kópavog,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri við tækifærið.

Starfsmennirnir sem heiðraðir voru eru:

Oddný Mekkin Jónsdóttir, Leikskólanum Dal. Oddný vann sex ár á bæjarskrifstofu Kópavogs, þá hefur hún starfað sem leikskólakennari á leikskólunum Smárahvammi, Efstahjalla og Kópasteini og er nú deildarstjóri á  leikskólanum Dal. 

Guðlaug Ólafsdóttir leikskólakennari Furugrund. Guðlaug hefur unnið óslitið sem leikskólakennara á Furugrund frá 1. Júní 1990, lengst af sem deildarstjóri.

Sigríður Soffía Böðvarsdóttir leikskólakennari Furugrund. Sigriður Soffía hefur sömuleiðis unnið allan starfsaldur sinn hjá Kópavogsbæ á leikskólanum Furugrund.

Lillian V. Óskarsdóttir, skólaliði í Álfhólsskóla. Lillian vann á Hjallaskóla áður en Hjallaskóli og Digranesskóli sameinuðust.

Anna Guðný Björnsdóttir, skólaliði Álfhólsskóla. Anna Guðný vann áður hjá Digranesskóla og Hjallaskóla, forverum Álfhólsskóla.

Vignir Pálsson Þjónustumiðstöð Kópavogs. Vignir hefur unnið í 25 ár hjá Þjónustumiðstöðinni og forvera hennar Áhaldahúsinu og fengist þar við margvísleg störf.

Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri Kópavogs. Birgir hefur á starfsferli sínum hjá Kópavogsbæ lengst af verið skipulagsstjóri bæjarins.

Aldísi Sigurðardóttur, innheimtufulltrúi, fjármála- og stjórnsýslusviði Kópavogsbæjar. Aldís hefur unnið við innheimtu á bæjarskrifstofum Kópavogs, frá því að hún hóf störf hjá bænum.