Auglýst eftir umsóknum um styrki velferðar- og mannréttindaráðs

Auglýst er eftir umsóknum um styrki velferðar- og mannréttindaráðs.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki velferðar- og mannréttindaráðs.
Ár hvert veitir Velferðar- og mannréttindaráð Kópavogs hagsmuna- og félagasamtökum styrki til verkefna á sviði velferðarmála. Einnig eru veittir styrkir til verkefna sem hafa framgang mannréttinda og jafnréttis í Kópavogi að markmiði.
 
Velferðar- og mannréttindaráð auglýsir eftir: 
  • Umsóknum um styrki til verkefna á sviði velferðarmála sem gagnast íbúum í Kópavogi á árinu 2026. Styrkir eru veittir hagsmuna-og félagasamtökum.
  • Umsóknum um styrki til verkefna sem hafa framgang mannréttinda og jafnréttis í þágu íbúa í Kópavogi að markmiði á árinu 2026. Styrkir eru veittir einstaklingum, stofnunum, hagsmunasamtökum eða öðrum hópum.
Umsóknum skal skilað fyrir 1. desember næstkomandi á netfangið velferd@kopavogur.is